Notendaskilmálar

Reglur um notkun á Mínum Síðum Distica

Eftirfarandi eru notendaskilmálar sem gilda fyrir stafrænt þjónustusvæði Distica.is sem hér eftir kallast „Mínar Síður“. Allir notendur sem aðgang hafa að Mínum Síðum og nýta þann aðgang skuldbinda sig til þess að fara eftir þessum skilmálum Distica um notkun, sem og öðrum lögum, reglum og skilmálum sem við eiga.

Upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga á distica.is má finna hér.
Upplýsingar um notkun á vefkökum distica.is má finna hér. 

Notendum er heimilt að nota sinn aðgang til innskráningar en er óheimilt með öllu að deila aðgangs- og innskráningarupplýsingum sínum með þriðja aðila.

Notendur sem hafa virkan aðgang að Mínum Síðum viðskiptamanns Distica en starfa ekki lengur fyrir viðkomandi viðskiptamann hafa ekki heimild að nota þann aðgang til innskráningar. 

Distica ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna þriðja aðila og notkunar / misnotkunar þeirra á Mínum Síðum.

Notendur með stjórnendaaðgang í nafni viðskiptamanns (fyrirtækis eða einstaklings) Distica hafa rétt til þess að stofna undiraðgang að Mínum Síðum fyrir sína starfsmenn í gegnum notendastillingar á Mínum Síðum eða með beiðni til viðskiptaþjónustu Distica. Stjórnandi aðgangs hvers viðskiptamanns ber ábyrgð á að notendur sem ekki lengur starfa hjá viðkomandi fyrirtæki missi aðgang sinn að Mínum Síðum. Distica ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna þriðja aðila sem ekki á að hafa virkan aðgang að Mínum Síðum. Viðskiptamenn bera að öllu leiti ábyrgð á að uppfæra  og viðhalda lista yfir virka notendur með aðgang að Mínum Síðum fyrir sinn viðskiptareikning / fyrirtæki. Dæmi:  Hætti starfsmaður störfum hjá viðskiptamanni Distica ber viðskiptamaður (með stjórnendaaðgang) ábyrgð á að fjarlægja notendaaðgang viðkomandi í gegnum notendastillingar á Mínum Síðum eða með beiðni til viðskiptaþjónustu Distica.

Distica.is og Mínar Síður falla undir undir íslensk lög og íslenska dómstóla.