Spurningar og svör

Hvernig nota ég Mínar Síður Distica?

Hvað eru Mínar Síður Distica?

Mínar Síður er lokuð þjónustugátt viðskiptavina Distica þar sem hægt er að finna upplýsingar um viðskiptasögu bæði einstaklinga og fyrirtækja. Mínum Síðum er ætlað að auka möguleika viðskiptavina til sjálfsafgreiðslu og bæta þannig upplýsingagjöf og þjónustu.

Notendaskilmála fyrir Mínar Síður finnur þú hér.

Hvernig fæ ég aðgang að Mínum Síðum fyrir mitt fyrirtæki?

Aðeins þeir sem eru núverandi viðskiptavinir Distica geta sótt um aðgang. Til þess að stofna aðgang þarf að senda inn beiðni til viðskiptaþjónustu Distica. Mögulegt er að tengja mörg viðskiptamannanúmer einn notendaaðgang og skipta á milli viðskiptamanna með einni innskráningu. Einnig er mögulegt að tengja marga stjórnendur við eitt viðskiptamannanúmer. Smelltu hér til að sækja um.

Hvernig gef ég öðrum aðgang að Mínum Síðum fyrir mitt fyrirtæki?

Þegar viðskiptavinur hefur opnað stjórnendaaðgang að Mínum Síðum getur sá hinn sami útdeilt réttindum innan þess fyrirtækis. Með þessu getur stjórnandi gefið öðrum réttindi til aðgangs fyrir sitt viðskiptamannanúmer. Aðeins notendur með full stjórnendaréttindi geta gefið öðrum aðgang. Aðgangsstýringar má finna undir notendastillingum á Mínum Síðum. Aðgangur er gefinn á kennitölu einstaklinga og tengdur númeri viðskiptamanns.

Geta einstaklingar fengið aðgang að Mínum Síðum?

Já, einstaklingar með virkan viðskiptamannareikning geta sótt um stofnun aðgangs að Mínum Síðum. Smelltu hér til að sækja um.

Hvernig skrái ég mig inn á Mínar Síður?

Innskráning notenda sem aðgang hafa að Mínum Síðum er í gegnum distica.is með rafrænum skilríkjum sem tengd eru við kennitölu. Upplýsingar um rafræn skilríki má finna á www.skilriki.is. Innskráning hefst með því að smella á Mínar Síður í aðalvalmynd.

Hvernig breyti ég notendaupplýsingum?

Eftir að notandi skráir sig inn á Mínar Síður má breyta notendastillingum með því að smella á „notendastillingar“ í aðalvalmynd.

Hvernig eyði ég aðgangi starfsmanns?

Notendur með stjórnendaaðgang fyrir viðskiptamann geta eytt aðgangi undirmanna í notendastillingum. Notendur geta einnig eytt eigin aðgangi í notendastillingum.

Get ég verið með aðgang að Mínum Síðum fyrir fleiri en eitt fyrirtæki (viðskiptamann)?

Já, þeir sem aðgang hafa að Mínum Síðum fyrir fleiri en einn viðskiptamann geta skipt á milli notenda eftir innskráningu.

Hvaða upplýsingar finn ég á Mínum Síðum?

Á Mínum Síðum finnur þú meðal annars:

Yfirlit yfir pantanir og stöðu þeirra.

Yfirlit yfir reikninga.

Pdf. Af reikningum.

Vörur á bið.

Notendastillingar.

Tilkynningar.

Hvernig skoða ég reikninga á Mínum Síðum?

Með því að smella á reikninga í valmynd. Þar er hægt að velja tímabil og skoða alla reikninga fyrir viðkomandi viðskiptamann. Á reikningasvæði má sækja reikninga á .pdf formi. 

Hvernig sæki ég .pdf útgáfu af reikningum?

Á reikningasvæðinu finnur þú alla reikninga og getur sótt staka reikninga eða hakað við marga og sótt þá alla í einu.

Hvernig skoða ég kreditreikninga á Mínum Síðum?

Með því að smella á reikninga í valmynd og svo kreditreikninga. Þar er hægt að velja tímabil og skoða alla kreditreikninga fyrir viðkomandi viðskiptamann. Á reikningasvæði má sækja kreditreikninga á .pdf formi.

Hvernig sæki ég .pdf útgáfu af kreditreikningum?

Á kreditreikningasvæðinu finnur þú alla kreditreikninga og getur sótt staka reikninga eða hakað við marga og sótt þá alla í einu.

Hvernig skoða ég pantanir?

Með því að smella á pantanir getur þú skoðað allar pantanir. Á meðan pöntun er í vinnslu og afhendingu er hægt að skoða innihald pöntunar með því að smella á númer pöntunarinnar. Eftir að hún hefur verið afgreidd má skoða reikning fyrir pöntunina.

Hvernig virka biðlistar á Mínum Síðum?

Á biðlistasvæðinu á Mínum Síðum má finna lista yfir lyf og vörur sem þú ert með á biðpöntun. Þar má einnig finna öll lyf á biðlista og lyf í afskráningarferli.

Hvernig loka ég aðgangi að Mínum Síðum?

Notendur geta í notendastillingum á Mínum Síðum eytt út þeim notendum sem þeir hafa réttindi fyrir. Notendur geta einnig sjálfir eytt sínum aðgangi í gegnum notendastillingar Einnig má hafa samband við viðskiptaþjónustu Distica á distica@distica.is.

Það er villa á Mínum Síðum, hvernig laga ég það?

Ef þú verður var/vör við villur á Mínum Síðum hafðu þá samband við okkur sala@distica.is og við skoðum málið.