Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn Distica er skipuð öflugum stjórnendum með mikla reynslu af stjórnarsetu og fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi.

Þóranna Jónsdóttir

Stjórnarformaður

Þóranna hefur undanfarið starfað sem sjálfstæður stjórnendaráðgjafi m.a. fyrir Alvotech, Marel og ýmsar opinberar stofnanir. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum við Háskólann í Reykjavík, var forseti viðskiptadeildar 2013-2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar þar á undan. Hún var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá systurfélögunum Veritas og Vistor árin 2005-2008, fyrsti framkvæmdastjóri Artasan og ein af stofnfélögum Auðar Capital. Þóranna hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu, er formaður stjórnar Landsbréfa, í stjórn Veritas frá 2018 og áður m.a. í stjórnum Festi, Krónunnar, Íslandsbanka og Lyfju. Þóranna er með doktorsgráðu í viðskiptafræði frá Cranfield University, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og MSc gráðu í lyfjafræði.

Jóhann Jónsson

Stjórnarmaður

Jóhann hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, þar á meðal í stjórn Iceland Seafood Corporation Ltd, Pennsylvania/Virgina USA. Jóhann var um árabil framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. á Þórshöfn. Framkvæmdastjóri ISI Seafood Ltd, Nova Scotia, Kanada. Jóhann lauk viðskiptanámi frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1976.

Matthías Matthíasson

Stjórnarmaður

Matth­ías Matth­ías­son er framkvæmdastjóri Borgarplasts.
Matthías starfaði á ár­un­um 2009-2020 sem fram­kvæmda­stjóri flutn­inga­sviðs hjá Eim­skip.
Á ár­un­um 2004-2009 var hann fram­kvæmda­stjóri Kom­atsu í Dan­mörku og þar áður starfaði hann sem fram­kvæmda­stjóri Eim­skips í Þýskalandi og Englandi en á árunum 1996-2004 starfaði Matthías sem forstöðumaður og sölustjóri inn- og útflutningsdeilda Eimskip á Íslandi.