Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn Distica er skipuð öflugum stjórnendum með mikla reynslu af stjórnarsetu og fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi.

Hrund Rudolfsdóttir

Stjórnarformaður

Hrund Rudolfsdóttir er forstjóri Veritas og tók við því starfi þann 15. október 2013. Hún var framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel Food Systems Corporate frá 2009-2013 og gegndi starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og fjárfestingarverkefna hjá Milestone ehf./Moderna Finance ehf. frá 2007-2009. Þar áður var hún framkvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags, 2003-2007, og framkvæmdastjóri Lyfja & heilsu hf. 2003-2006. Hrund situr í stjórn Eimskips. Hún er með M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School, Cand.Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, ásamt því að hafa lokið Advanced Management Program (AMP) frá IESE Business School.

Finnur Oddsson

Finnur er forstjóri Origo en var áður aðstoðarforstjóri fyrirtækisins. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands frá 2007-2012 og þar áður var hann lektor, forstöðumaður MBA náms og framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR frá 2001-2007. Finnur hefur einnig starfað við ráðgjafastörf á sviði frammistöðustjórnunar og stefnumótunar, bæði hérlendis og erlendis. Finnur er með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, M.A. og PH.D gráðu í sömu grein frá West Virginia University í Bandaríkjunum og auk þess AMP í viðskiptafræði frá IESE á Spáni. Hann situr m.a. í stjórnum dótturfélaga Origo á Íslandi og í Svíþjóð og stjórnum Viðskiptaráðs Íslands, Háskólans í Reykjavík, Leikfélags Reykjavíkur og Klak-Innovit (Icelandic Startups).

Jóhann Jónsson

Jóhann hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, þar á meðal í stjórn Iceland Seafood Corporation Ltd, Pennsylvania/Virgina USA. Jóhann var um árabil framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. á Þórshöfn. Framkvæmdastjóri ISI Seafood Ltd, Nova Scotia, Kanada. Jóhann lauk viðskiptanámi frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1976.

Kristín Friðgeirsdóttir

Kristín er aðstoðarprófessor í stjórnunar- og rekstrarfræðum við London Business School í Bretlandi. Hún stundar rannsóknir á verðlagningu, tekjustjórnun og áhættulíkönum tengdum rekstri fyrirtækja. Kristín hefur starfað sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company, Intel, Yahoo!, Anacap Financial Partners, Investor Dynamic og Factiva. Hún situr einnig í stjórn Háskólans í Reykjavík og Haga. Kristín er með doktors- og masterspróf í rekstrarverkfræði frá Stanford University og C.S. í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.