Stjórnendur

Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um lykilstjórnendur Distica.

Júlía Rós Atladóttir

Framkvæmdastjóri

Júlía Rós tók við sem framkvæmdastjóri Distica í maí 2020.
Júlía Rós hefur lokið meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Háskóla Íslands, B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands og lyfjatæknanámi frá Heilbrigðisskólanum við Ármúla.

Júlía Rós hefur jafnframt víðtæka reynslu af þjónustu, rekstri  og stjórnun í flóknu umhverfi vörustjórnunar bæði úr lyfjaiðnaði sem utan, en hún starfaði áður sem markaðsstjóri hjá  lyfjafyrirtækinu Vistor, deildarstjóri vöruhúsa hjá Distica, þjónustustjóri hjá Icelandair og verkefnastjóri á þróunarsviði Actavis Group. Síðast starfaði Júlía Rós sem framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs Coca-Cola á Íslandi. Júlía Rós situr í stjórn Vörustjórnunarfélags Íslands.

Hrönn Ágústsdóttir

Gæðadeild

Hrönn gekk til liðs við stjórnendahóp Distica byrjun árs 2021. Hún er er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu af gæðamálum. Frá 2015 hefur Hrönn gengt starfi ábyrgðarhafa í gæðadeild Distica. Hrönn kom til Distica frá Vistor þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í skráningardeild, þar áður vann hún hjá Actavis samstæðunni og fékkst meðal annars við skráningar, markaðsmál og verkefnastjórnun.

Guðrún Anna Pálsdóttir

Innkaupadeild

Guðrún Anna gekk til liðs við Distica í byrjun árs 2020. Hún kom til Distica frá Krónunni þar sem hún var deildarstjóri vörustýringa frá 2015 til 2020. Á árunum 2007 til 2015 gegndi hún ýmsum störfum fyrir Lyf og heilsu og dótturfyrirtæki þess DAC m.a. við innflutning og birgðastýringar. 2001 til 2007 starfaði hún við lyfjaþróun hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Guðrún Anna er með B.Sc próf í lífefnafræði og M.Sc próf í lyfjafræði frá Háskóla Íslands auk M.Sc. prófs í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.

Gerður Björt Pálmarsdóttir

Viðskiptaþjónusta

Gerður gekk til liðs við Distica vorið 2018. Gerður hefur áralanga reynslu af stjórnunar- og ráðgjafastörfum á sviði þjónustu, gæðamála og upplýsingatækni. Gerður hefur frá árinu 2006 starfað sem verkefnastjóri og forstöðumaður á sviði upplýsingatækni m.a. hjá Arion banka, Landspítala og hugbúnaðarfyrirtækinu Annata. Á árunum 1999-2006 starfaði Gerður sem þjónustu- og gæðastjóri hjá Tollstjóranum í Reykjavík og sem aðstoðarmaður forstjóra Lýðheilsustöðvar. Gerður hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Birgir Hrafn Hafsteinsson

Vöruhús

Birgir Hrafn hóf störf hjá Distica í byrjun árs 2017. Birgir Hrafn kom til starfa hjá Distica frá Capacent þar sem hann vann sem ráðgjafi í tíu ár m.a. á sviði veltufjárstjórnunar, ferlagreininga/umbóta og reksturs en fyrir þann tíma hafði hann unnið við hugbúnaðargerð í fimm ár. Birgir Hrafn er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá Virginia Tech í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig lokið prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun og Certified Scrum Master gráðu. Birgir hefur fengist við kennslu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Gildi

Gildi Distica, sem starfsmenn fyrirtækisins hafa að leiðarljósi í störfum sínum, eru

Áreiðanleiki

Áreiðanleiki snýst um það að standa við gefin loforð og vinna af heilindum með fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi. Birgjar, viðskiptamenn og aðrir geta treyst því sem við segjum og að við virðum lög, reglur og aðrar kröfur sem til okkar eru gerðar.

Hreinskiptni

Hreinskiptni skapar grunninn að heiðarlegu vinnuumhverfi. Við gefum skýr skilaboð og segjum það sem í brjósti okkar býr á nærgætinn og uppbyggilegan máta. Við viljum virkja skoðanir sem flestra og örva gagnrýna hugsun. Að tala hreint út og fara ekki í kringum hlutina sparar einnig tíma.

Framsækni

Framsækni táknar löngun og viðleitni starfsmanna til að vaxa, þróast, þroskast og gera betur. Við leitum alltaf leiða til að gera betur – endanleg lausn er ekki til. Við erum opin fyrir breytingum og nýjungum, sýnum frumkvæði og ögrum núverandi stöðu.