Stjórnendur

Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um lykilstjórnendur Distica.

Júlía Rós Atladóttir

Framkvæmdastjóri

Júlía Rós tók við sem framkvæmdastjóri Distica í maí 2020, áður starfaði Júlía sem markaðsstjóri hjá Vistor, deildarstjóri hjá Distica, þjónustustjóri hjá Icelandair, verkefnastjóri á þróunarsviði Actavis Group og framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs Coca-Cola. Júlía Rós situr í stjórn Vörustjórnunarfélags Íslands og GS1.

Júlía Rós hefur lokið meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun, diplómanámi í mannauðsstjórnun, diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands.

Guðrún Anna Pálsdóttir

Innkaupa- og viðskiptaþjónusta

Guðrún Anna gekk til liðs við Distica í byrjun árs 2020. Hún kom til Distica frá Krónunni þar sem hún var deildarstjóri vörustýringa frá 2015 til 2020. Á árunum 2007 til 2015 gegndi hún ýmsum störfum fyrir Lyf og heilsu og dótturfyrirtæki þess DAC m.a. við innflutning og birgðastýringar. 2001 til 2007 starfaði hún við lyfjaþróun hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Guðrún Anna er með B.Sc próf í lífefnafræði og M.Sc próf í lyfjafræði frá Háskóla Íslands auk M.Sc. prófs í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.

Auður Aðalbjarnardóttir

Gæðadeild

Auður hóf störf hjá Distica í byrjun árs 2022. Hún hefur víðtæka reynslu úr lyfjageiranum en hún kemur til Distica frá Alvotech þar sem hún gegndi stöðu deildarstjóra á gæðastjórnunarsviði.   Áður starfaði hún sem verkefnastjóri við hönnun og innleiðingu á alþjóðlegu gæðastjórnunarkerfi fyrir Alvogen. Auður leiddi um árabil þverfaglegt teymi hjá Actavis sem bar ábyrgð á þróun, rannsóknum og skráningu lyfja í fjölda landa. Auk þess hefur hún unnið sem verkefnastjóri í lyfjaskráningum hjá Actavis.

Auður er með M.Sc. í Líf og Læknisfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc í Líffræði frá sama skóla.

Oddný Sófusdóttir

Vöruhús

Oddný tók við stöðu deildarstjóra vöruhúsa hjá Distica undir lok árs 2021. Hún hefur starfað hjá Distica frá árinu 2005 og á þeim tíma sinnt ýmsum störfum og stjórnunarhlutverkum innan deildarinnar. Oddný hefur því mikla reynslu af öllu sviðum vöruhúsareksturs auk þess að hafa verið í fararbroddi í umbótastarfi vöruhúsanna undanfarin ár. Frá 2018 hefur Oddný sinnt hlutverki verkefnastjóra vöruhúsanna auk þess að vera aðstoðardeildarstjóri. Á því tímabili bæði tekið þátt í og leitt stór verkefni innan deildarinn sem m.a. hafa snúið að uppfærslu vöruhúsakerfa og innleiðingu eigin dreifingar Distica á höfuðborgarsvæðinu. Oddný er með diplóma í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands

Gildi

Gildi Distica, sem starfsmenn fyrirtækisins hafa að leiðarljósi í störfum sínum, eru

Áreiðanleiki

Áreiðanleiki snýst um það að standa við gefin loforð og vinna af heilindum með fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi. Birgjar, viðskiptamenn og aðrir geta treyst því sem við segjum og að við virðum lög, reglur og aðrar kröfur sem til okkar eru gerðar.

Hreinskiptni

Hreinskiptni skapar grunninn að heiðarlegu vinnuumhverfi. Við gefum skýr skilaboð og segjum það sem í brjósti okkar býr á nærgætinn og uppbyggilegan máta. Við viljum virkja skoðanir sem flestra og örva gagnrýna hugsun. Að tala hreint út og fara ekki í kringum hlutina sparar einnig tíma.

Framsækni

Framsækni táknar löngun og viðleitni starfsmanna til að vaxa, þróast, þroskast og gera betur. Við leitum alltaf leiða til að gera betur – endanleg lausn er ekki til. Við erum opin fyrir breytingum og nýjungum, sýnum frumkvæði og ögrum núverandi stöðu.