Innflutningur

SendingarInnkaupadeild Distica annast innkaup, innflutning, birgðastýringu, tollafgreiðslu og aðra þjónustu við umbjóðendur sína.

Tæplega 400 sendingar berast Distica í hverjum mánuði og sér deildin um allt innflæði á lyfjum og öðrum vörum frá framleiðendum til vöruhúsanna. Innkaupadeild Distica heldur utan um ytri og innri samskipti og þjónar yfir 300 birgjum og umbjóðendum þeirra.

Birgðastýring/vörustjórnun

Innkaup aðfanga eru oft stærsti kostnaðarliður fyrirtækja og því afar mikilvægt að þau séu skilvirk og skipulögð. Distica býður upp á ráðgjöf við birgðastýringu. Markmiðið með birgðastýringu er að lækka fjárbindingu og að birgðahaldskostnaður sé í samræmi við sölu og áætlanir. Distica notar viðskiptahugbúnaðinn AGR innkaup auk þess að byggja á margra ára reynslu starfsmanna innkaupadeildar.

Flutningur

Distica sér um samskipti við alla flutningsaðila, hvort sem um ræðir innflutning eða útflutning. Distica finnur bestu flutningsleiðina til landsins og kappkostar að lágmarka kostnað við innflutning. Þessi liður í aðfangakeðjunni er mikilvægur og hægt er að sameina sendingar til að flutningur sé hagkvæmari fyrir umbjóðendur.

Tollafgreiðsla

Distica býður umbjóðendum sínum þjónustu við tollafgreiðslu, þ.m.t. gerð tollskýrslna. Það felur í sér að safna saman pappírum, vörureikningum, leyfum, farmbréfum og öðrum skjölum og sjá um að fá afhendingarheimild frá Tollstjóra.

Birgjar

Distica er í samskiptum við og kaupir inn frá u.þ.b. 300 framleiðendum og heildsölum um allan heim. Samskiptin ná yfir alla aðfangakeðjuna, allt frá framleiðendum, vöruhúsum og til tengiliða á Íslandi.