Viðskiptaþjónusta Distica svarar öllum fyrirspurnum sem snúa að pöntunum, biðpöntunum, verði, viðskiptakjörum, sendingum, endursendingum, gjöldum og reikningum ásamt því að taka á móti ábendingum og kvörtunum frá viðskiptavinum og sinna úrvinnslu þeirra.
Viðskiptaþjónusta tekur einnig á móti lyfjafræðilegum fyrirspurnum og kemur þeim í farveg hjá markaðsleyfishöfum ásamt því að skrá og svara fyrirspurnum varðandi öryggisþætti lyfja í samræmi við reglugerð ESB 2016/161 sem tók gildi á Íslandi þann 9. febrúar 2019.
Fyrirspurnum er svarað alla virka daga frá kl. 8–16 á netfanginu sala@distica.is og í síma 412-7520 frá kl. 9 –16 mánudag til fimmtudags og til 15:00 á föstudögum.
Reikningar eru sendir til viðskiptavina Distica á rafrænan hátt. Hægt er að óska eftir að fá reikninga senda á pdf formi, með tölvupósti eða á pappírsformi gegn gjaldi með því að senda tölvupóst á sala@distica.is.
Viðskiptaþjónusta Distica svarar fyrirspurnum varðandi reikninga, greiðsluskilmála, leiðréttingar og fleira sem snertir greiðslur viðskiptavina til Distica. Viðskiptaþjónustan sendir einnig reikningsyfirlit til viðskiptavina, sé þess óskað.
Viðskiptaþjónusta Distica hefur eftirlit með hitastigi lyfjasendinga í flutningi utan höfuðborgarsvæðisins og skráir öll frávik sem verða á hitastigi í flutningi. Distica notast við þráðlausa Controlant-mæla sem senda upplýsingar í vefviðmót sem þjónustufulltrúar hafa eftirlit með.
Viðskiptaþjónustan tekur á móti öllum fyrirspurnum og kvörtunum varðandi sendingar lyfja og vara til viðskiptavina. Ef lyf eða vara skilar sér ekki á réttum tíma, í réttu magni eða réttu ástandi, getur viðskiptavinur haft samband við viðskiptaþjónustu og þjónustufulltrúi skráir sendingarkvörtun og kemur henni í farveg innan Distica. Þegar búið er að finna ástæður þess að sending náði ekki til viðskiptavinar, kom of seint, vörur vantaði eða var ofaukið eða tjón varð í flutningi; þá upplýsa þjónustufulltrúar viðskiptavininn um úrlausnina og gera ráðstafanir varðandi reikninga eða kreditfærslur eftir því sem við á.