Mínar Síður
Þjónustugátt og vefverslun fyrir viðskiptavini á Mínum Síðum Distica.
Á Mínum Síðum geta viðskiptavinir nálgast yfirlit yfir allar pantanir sínar, reikninga, kreditreikninga, sína biðlista, almenna biðlista og ýmsar tilkynningar frá okkur. Mínar Síður er lokuð þjónustugátt viðskiptavina Distica sem ætlað er að auka möguleika viðskiptavina til sjálfsafgreiðslu og bæta stafræna upplýsingagjöf og þjónustu Distica. Á Mínum Síðum geta viðskiptavinir einnig nálgast vefverslun Distica og pantað vörur alla daga vikunnar allt árið um kring.
Til þess að fá aðgang að Mínum Síðum og vefverslun þarf að sækja um aðalaðgang fyrir hvern viðskiptamann. Smelltu hér til þess að sækja um aðgang fyrir þitt fyrirtæki. Mögulegt er að tengja marga viðskiptareikninga við einn notendaaðgang.
Þegar umsóknin hefur verið afgreidd getur notandi skráð sig inn á Mínar Síður með rafrænum skilríkjum. Með þessum aðalaðgangi geta viðskiptavinir á svo einfaldan hátt gefið öðrum starfsmönnum aðgang að viðskiptamannareikningi. Fyrst um sinn gæti afgreiðsla umsókna um aðgang tekið nokkra daga en það ræðst af álagi og fjölda umsókna. Við munum gera okkar allra besta til þess að afgreiða umsóknir innan tveggja virkra daga og helst hraðar.
Til að komast inn á Mínar Síður þurfa viðskiptavinir með virkan aðgang að velja innskráningarhnappinn efst í hægra horni heimasíðu Distica. Við það opnast innskráningargluggi þar sem notendur eru beðnir um að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þegar innskráningu er lokið færist notandi á yfirlitssíðu.
Við hvetjum viðskiptavini til þess að sækja um og virkja aðgang að Mínum Síðum og vefverslun sem fyrst og taka með okkur næstu skref inn í stafræna framtíð. Ef einhverjar spurningar vakna eða þið lendið í vandræðum með innskráningu biðjum við ykkur um að senda okkur tölvupóst á sala@distica.is og við aðstoðum ykkur við að komast af stað.
Hér má einnig finna algengar spurningar og svör varðandi Mínar Síður.
Ef þið hafið ábendingar um það sem betur mætt fara á Mínum Síðum biðjum við ykkur um að senda okkur línu á sala@distica.is .